Fasteignamat hækkar í Eyjum

2.Júní'20 | 07:50
krani

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021. Þetta er umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 6,1% á landinu öllu.

Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 2,3% á milli ára og verður alls 6.511 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 2,2% á meðan fjölbýli hækkar um 2,4%.

Fasteignamat íbúða hækkar um 2,4% á höfuðborgarsvæðinu á meðan hækkunin er 2,1% á landsbyggðinni. Fasteignamat íbúða hækkar mest í Akrahreppi en þar hækkar íbúðarmatið um 17,8%, á Ísafirði um 15,5% og í sveitarfélaginu Ölfusi um 15,2%.

Mestu lækkanir á íbúðamati eru í sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 5,2%, Í Vopnafjarðarhreppi um 3,6% og í Reykjanesbæ þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 3,3%.

Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 1,7% á landinu öllu; um 1,6% á höfuðborgarsvæðinu en um 1,9% á landsbyggðinni, segir í frétt á vef Þjóðskrár.

Upp um 3% í Eyjum

Ef fasteignamatið í Vestmannaeyjabæ er skoðað sést að fjöldi eigna er 2.397. Matið fer úr 73.008.424 í 75.187.946 sem er 3,0% hækkun.

Flettu upp þinni fasteign.

Vestmannaeyjar

Númer 8200
Sérbýlisstuðull 0,97
Fjölbýlisstuðull 1,07
Breyting frá 2020 (sérbýli) 3,50%
Breyting frá 2020 (fjölbýli) 2,20%
Meðalverð á m2 fyrir sérbýli 205.000 kr.
Meðalverð á m2 fyrir fjölbýli 221.000 kr.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%