Fjögur Eyjafyrirtæki vinna við tankasmíði Ísfélagsins

1.Júní'20 | 11:19
grunnur_isf_tankar

Hér á að reisa fjóra tanka undir loðnuhrognavinnslu Ísfélagsins. Ljósmynd/TMS

Vinna er farin á fullt við hráefnistanka Ísfélags Vestmannaeyja sem setja á upp á Nausthamarsbryggju. 

Tankarnir sem verða fjórir talsins verða notaðir þegar verið er að landa úr skipum loðnu til hrognavinnslu. Guðlaugur Friðþórsson, vél- og viðhaldsstjóri hjá Ísfélaginu segir í samtali við Eyjar.net að HS vélaverk hafi fengið jarðvinnuna.

„Steini og Olli smíðar húsið undir tankana og Skipalyftan/Eyjablikk er með tankana sjálfa.”

Sjá einnig: Framkvæmdir hafnar við hráefnistanka fyrir loðnuhrognavinnslu

Guðlaugur segir að önnur verk hafi ekki enn farið í útboð, s.s lagnir og fleira.

 

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.