Boða aukna þjónustu við bæjarbúa

31.Maí'20 | 10:30
IMG_1415-002

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri lagði ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 fram til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar fyrir helgi. Upplýsti hún að engar breytingar hafi orðið á ársreikningnum á milli umræðna.

Þó nokkuð svigrúm til þess að bæta þjónustu við bæjarbúa enn frekar

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að meirihluti bæjarstjórnar lýsi ánægju með niðurstöður ársreiknings Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 þegar hann er lagður fram til loka afgreiðslu. Ljóst er að staða bæjarsjóðs er góð, skuldir bæjarfélagsins lágar og eignastaða með besta móti. Hagnaður A-hluta nemur 455 m.kr. og hagnaður samstæðunnar í heild nemur 666 m.kr., þrátt fyrir áföll á árinu, eins og loðnubrest. Niðurstöðurnar sýna að rekstur bæjarins er traustur og fjármálastjórn ábyrg. Jafnframt hefur þjónustan við bæjarbúa verið aukin mikið á kjörtímabilinu og því er niðurstaðan einkar ánægjuleg.

Ljóst er að áhrif heimsfaraldursins mun hafa neikvæðar afleiðingar fyrir rekstur bæjarins á árinu 2020 og mikilvægt er að gæta aðhalds við ráðstöfun almannafjár á sama tíma og gripið verður til aðgerða til að auðvelda bæjarbúum og fyrirtækjum að komast í gegnum skaflinn meðan ástandið varir.

Samkvæmt ársreikningnum sem nú hefur verið kynntur hefur Vestmannaeyjabær þó nokkuð svigrúm til þess að bæta þjónustu við bæjarbúa enn frekar og er undir það búinn fjárhagslega að koma til móts við heimili og fyrirtæki með þeim aðgerðum til viðspyrnu við Covid-19 sem kynntar hafa verið bæjarbúum og samþykkt í bæjarstjórn. En einnig verður áfram sýnd ábyrgð í rekstri eins og hingað til og vel fylgst með þróun mála vegna afleiðinga Covid -19 á bæjarsjóð meðal annars vegna tekjuskerðingar vegna lækkunar á framlögum Jöfnunarsjóðs.

Meirihluti E- og H lista þakkar starfsfólki og endurskoðendum fyrir sína vinnu við ársreikninginn.

Segja forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2020 að einhverju leyti brostnar

Í bókun frá bæjarfulltrúum D-lista segir að í skýringum við ársreikning 2019 komi fram að, forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2020 séu að einhverju leyti brostnar. Í því ljósi er afar mikilvægt að gæta enn frekari aðhalds við rekstur sveitarfélagsins, halda útgjöldum og þenslu á rekstri í lágmarki, hagræða þar sem völ er á og fylgjast náið með þróun rekstursins.

Þar sem fram kemur í ársreikningum bæjarins tap á rekstri Herjólfs ohf. er mikilvægt að fram komi að töluverðar fjárhæðir eru óinnheimtar frá Vegagerðinni samkvæmt skýringu í ársreikningi Herjólfs ohf. vegna viðbótar launakostnaðar og fjármagnskostnaðar. Ef Vegagerðin væri búin að uppfylla sínar skyldur samkvæmt samningi, hefði félagið sýnt rekstrarhagnað, segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.