Skoða 5G væðingu, sem stóreflir gagnaflutning og hraða

30.Maí'20 | 09:38
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var.

Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og deildarstjóra tölvudeildar um möguleika á því að leggja ljósleiðara að öllum heimilum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Í minnisblaðinu er raktir kostir ljósleiðaravæðingar, tæknileg útfærsla, kostnaður, fjármögnun, opinber aðstoð, þ.e. ríkisaðstoð), framkvæmd, rekstur og tímalína.

Jafnframt upplýsti bæjarstjóri um fund sinn og tveggja framkvæmdastjóra bæjarins með fulltrúum NOVA um svokallaða 5G væðingu, sem stóreflir gagnaflutning og hraða í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að koma fyrir sendum á nokkrum stöðum í Vestmannaeyjum í framtíðinni og bjóða þannig stórbætta fjarskiptaaðstöðu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Fyrir eru tveir sendar á vegum fyrirtækisins sem eru ljósleiðaratengdir og til stendur að byrja á að nota, en leggja þarf ljósleiðara að nýjum sendum sem komið verður fyrir víðs vegar um eyjuna þegar netið verður þétt.

Bæjarstjóra falið að fylgja eftir viðræðum við NOVA

Tillaga frá bæjarfulltrúum H- og E-lista sem bæjarfulltrúar D-lista tóku undir. Meirihluti E-og H-lista tekur vel í svokallaða 5G væðingu í Vestmannaeyjum og er bæjarstjóra falið að fylgja eftir viðræðum við NOVA um fyrirkomulag og möguleika á slíku umbótaverkefni sem flýtt getur bættum nettengingum í bænum.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Tillaga frá bæjarfulltrúum H- og E-lista sem bæjarfulltrúar D-lista tóku undir. Meirihluti E- og H-lista leggur til að umræðu og afgreiðslu um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar, þann 11. júní nk., til þess að gefa bæjarfulltrúum kost á að kynna sér betur efni minnisblaðsins áður en ákvarðanir eru teknar um framhaldið.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Minnisblað um málið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.