Ákvörðun um húsakaup frestað

29.Maí'20 | 10:53
islandsbanki_tms

Vestmannaeyjabær skoðar nú kaup á húsnæði Íslandsbanka við Kirkjuveg. Ljósmynd/TMS

Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar voru á dagskrá á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi.

Forsaga málsins er sú að bæjarstjóri kynnti fyrir bæjarráði á mánudaginn sl. drög að samkomulagi milli Vestmannaeyjabæjar og Íslandsbanka um kaup á húsnæði bankans við Kirkjuveg, sem hugsuð yrðu sem starfsaðstaða fyrir hluta af starfsemi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja.

Í fundargerð bæjarráðs á mánudaginn sagði að málið yrði tekið til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi. Samkomulagið milli Vestmannaeyjabæjar og Íslandsbanka er gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Sjá einnig: Bæjarskrifstofurnar í Íslandsbankahúsið?

Kostnaður um 121 milljón

Í upphafi umræðunnar í gær lagði bæjarstjóri til að afgreiðslu málsins yrði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 11. júní. Meðal annars svo að kynna mætti málið betur fyrir kjörnum fulltrúum og bæjarbúum. Var sú tillaga samþykkt. 

Töluverð umræða varð þó um málið á fundinum í gær og ljóst að þessi umræða er hvergi nærri tæmd. Fram kom í máli bæjarstjóra að í samkomulagi Vestmannaeyjabæjar og Íslandsbanka um kaupin sé fermetraverðið 206 þúsund og heildarkostnaður væri um 121 milljón kr. En þar af eru 26 milljónir eru áætlaðar í þakviðgerðir á húsinu á næstu misserum.

Hér að neðan má sjá umræðuna um málið. Umræður um þetta mál hefjast eftir u.þ.b. 19 mínútur. Hér má sjá minnisblað sem lagt var fram á fundinum um málið.

 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.