Viðbótarfjármagn frá ríkinu allt að 260 milljónir

28.Maí'20 | 07:00
adalfundur_herjolfs_2020

Frá fundinum í gær. Ljósmynd/TMS

Í gær var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafi tryggt almenningssamgöngur milli byggða með auknum fjárveitingum. Fjárveitingin á að bæta upp tekjutap í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Sjá einnig: Almenningssamgöngur milli byggða tryggðar

Á aðalfundi Herjólfs ohf. sem haldinn var í gær kom fram í máli Arnars Péturssonar, stjórnarformanns að tekjuspá félagsins vegna farþegaflutninga hafi farið úr 700 milljónum í 2-300 milljónir vegna faraldursins. Sagði hann að ennþá vanti 294 milljónir uppá m.v bjartsýnustu spá.

Fram kom að umrædd viðbótarfjárveiting sem nú er tryggð geti numið allt að 260 milljónum. Fyrsta greiðsla er væntanleg á næstu dögum og sú síðasta í ágúst. Arnar sagði að aukið fjárframlag ríkisins nú tryggi óbreyttan rekstur.

Þá kom fram í máli stjórnarformannsins að farþegum með ferjunni fjölgi og voru vormánuðirnir yfir væntingum. Rekstrarafkoma síðasta árs var neikvæð upp á rúmlega 16 milljónir króna, en tekjur félagsins voru uppá 1.151.000.000,-.

Sjá einnig: Tap af rekstri Herjólfs ohf.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri tók einnig til máls á aðalfundinum. Hún sagði mikilvægt að búið sé að tryggja viðbótarfjármagn frá ríkinu. Íris þakkaði stjórn, framkvæmdastjóra, starfsfólki og áhöfnum ferjunnar fyrir framlagið á erfiðum tímum, og vísaði þar til ástandsins sem skapaðist í kringum kórónuveirufaraldurinn.

Stjórn Herjólfs ohf. var endurkjörin, og var samþykkt að halda launum til stjórnarmanna óbreyttum. Þá var kynnt ný starfskjarastefna fyrir félagið og einnig voru kynntar breytingar á samþykktum félagsins. Samþykktirnar munu verða birtar á heimasíðu Herjólfs ohf.

Tags

Herjólfur

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.