Funduðu með Vegagerðinni um framtíðarskipulag hafnarinnar

27.Maí'20 | 07:07
fridarhofn

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar var á dagskrá á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar í gær.

Í fundargerðinni segir að umræða hafi verið um framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar en ráðið átti fund með fulltrúum siglingasviðs Vegagerðarinnar varðandi möguleika Vestmannaeyjahafnar til að taka við stærri skipum. Skoðaðir verða nokkrir möguleikar varðandi framtíðarskipulag.

Í niðurstöðu segir að ráðið bendi á að samkvæmt gildandi Aðalskipulagi sem samþykkt var árið 2018 er gert ráð fyrir stórskipakanti norðan Eiðis og i Skansfjöru. Ráðið leggur áherslu á að þessir möguleikar séu skoðaðir til hlítar þannig að hagsmunir Vestmannaeyja verði tryggðir til framtíðar.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.