Herjólfur ohf:

Allir stjórnarmenn tilbúnir að sitja áfram

27.Maí'20 | 07:53
fanar_herj

Aðalfundur Herjólfs ohf. verður í kvöld. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs greindi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri frá hvaða einstaklingar sendu inn framboð til stjórnar Herjólfs ohf., sem kosin verður á aðalfundi félagsins sem haldinn er í kvöld.

Allir stjórnarmenn núverandi stjórnar hafa boðið sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í félaginu:

Arnar Pétursson, Guðlaugur Friðþórsson, Agnes Einarsdóttir, Páll Guðmundsson og Arndís Bára Ingimarsdóttir. Í varastjórn: Aníta Jóhannsdóttir og Birna Þórsdóttir Vídó.

Bæjarstjóri, sem hluthafi félagsins, mun legga umrædd nöfn fyrir á aðalfundi Herjólfs ohf. þann 27. maí nk.

Sjá einnig: Tap af rekstri Herjólfs ohf.

Í afgreiðslu ráðsins fagnar bæjarráð áhuga og framboði núverandi stjórnarmanna til áframhaldandi stjórnar í félaginu. Samvinna stjórnarinnar hefur verið til mikillar fyrirmyndar og mikilvægt að viðhalda slíkri samvinnu í félagi sem glímir við krefjandi verkefni á tímum sem þessum. Starfsemi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. er ein sú mikilvægasta fyrir samfélagið og nauðsynlegt að gott fólk með breiða skírskotun og fjölbreytta reynslu veljist til stjórnarstarfa fyrir félagið.

Í bókun frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að ánægjulegt sé að nú í fyrsta skipti frá því að nýr meirihluti tók við sé kynnt um stjórnarskipan Herjólfs ohf. á opinberum fundi sveitarfélagsins.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.