Setja upp skjái sem þjóna eiga hlutverki upplýsingamiðstöðvar

26.Maí'20 | 18:15
ferdamenn_herj

Ferðamenn á leið til Eyja fræðast um Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær gerði á dögunum samning við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja um sérstakt markaðsátak í ferðaþjónustu skv. tilboði auglýsingastofunnar Hvíta hússins.

Tilboðið er um hönnun, gerð og framkvæmd átaksins og birtingaáætlun auglýsinga og upplýsinga um Vestmannaeyjar í hinum ýmsu miðlum, að því er segir í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja sem fjallaði um málið í gær.

Nýjung í miðlun upplýsinga fyrir ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar

Átakið er langt komið og m.a. búið að opna nýja vefsíðu visitvestmannaeyjar.is. Þar að auki samþykkti Vestmannaeyjabær að veita Ferðamálasamtökunum styrk til kaupa á sérstökum snertiskjám sem komið verði fyrir víða um eyjuna og þjóna hlutverki upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Um er að ræða nýjung í miðlun upplýsinga fyrir ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar. Er hugmyndin að koma fyrir um 10 snertiskjáum á fjölfarna staði og merkja þá vel.

Geta ekki orðið við beiðni Markaðsstofu Suðurlands

Vestmannaeyjabæ barst á dögunum erindi frá Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir fjármagni, m.a. til markaðssetningar á landshlutanum innanlands sem viðbragð við Covid 19. Óskað er eftir stuðningi að upphæð 418.530 kr., sem skiptist í 75.000 kr. grunnframlag hvers sveitarfélags og 80 kr. framlags hvers íbúa.

Í afgreiðslu bæjarráðs segir að ráðið geti ekki orðið við beiðni Markaðsstofu Suðurlands þar sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í markaðsátak í samstarfi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 21. apríl sl.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%