Vestmannaeyjabær:

Dagný ráðin skipulags- og umhverfisfulltrúi

26.Maí'20 | 15:01
dagny_h

Dagný Hauksdóttir

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Dagnýju Hauksdóttur í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa en umsóknarfrestur rann út 11. maí sl. 

Samkvæmt auglýsingunni hefur skipulags – og umhverfisfulltrúi m.a. yfirumsjón með skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarmálum sveitarfélagsins, þjónustu við íbúa og ráðgjöf fyrir bæjarstjórn, fagráð og nefndir sem fara með þau mál. Skipulags- og umhverfisfulltrúi er starfsmaður umhverfis- og framkvæmdasviðs og lýtur stjórn framkvæmdastjóra.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um skipulags- og umhverfismál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar á hverjum tíma.

Dagný hefur lokið PhD námi í verkfræði við DTU í Danmörku og verður góð viðbót við góðan hóp starfsfólks Vestmannaeyjabæjar. Dagný mun hefja störf fljótlega, segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.