Aðgerðastjórn lýkur störfum

- Þakka íbúum, fyrirtækjum, stofnunum og þjónustuaðilum fyrir einstaka samvinnu og þann samhug sem allir sýndu í verki

25.Maí'20 | 17:01
vestm_b_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi Gíslason

Með gleði og sól í hjarta tilkynnum við að aðgerðastjórn hefur lokið störfum og við tekur reglubundið starf almannavarnanefndar. Aðgerðastjórn hefur fundað reglulega frá 15. mars og yfirleitt daglega. 

Engin smit hafa verið greind í Eyjum síðan 20. apríl svo enn er heildarfjöldi smita 105. Öllum er batnað en nokkrir eru í sóttkví sem voru að koma erlendis frá. Neyðarstigi hefur verið aflétt í landinu og er nú unnið á hættustigi almannavarna, það eru góðar fréttir.

Aðgerðir okkar hér í Vestmannaeyjum vegna COVID-19 gengu vonum framar og eins og áður hefur verið nefnt er það ekki síst að þakka skilningi og þátttöku íbúa samfélagsins. Við viljum þakka íbúum, fyrirtækjum, stofnunum og þjónustuaðilum fyrir einstaka samvinnu og þann samhug sem allir sýndu í verki. Án þessarar samstöðu hefði aðgerðin ekki gengið eins vel.

Gætum að eigin sóttvörnum og eigin heilsu, það gildir nú sem fyrr.

Lifið heil.

 

f.h. aðgerðastjórnar

Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.

 

Tags

COVID-19

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.