Umhverfisátak 2020

Vestmannaeyingar eru hvattir til að taka þátt í sameiginlegu átaki um hreinsun lóða dagana 23.- 29. maí.

24.Maí'20 | 09:08
IMG_1864

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Umhverfisátak 2020 var til umræðu á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Farið var yfir svæði, lóðir og fasteignir þar sem úrbóta er talin þörf. Einnig lá fyrir tillaga af bréfi til ábyrgðaraðila og almennt tilmælabréf til aðila í atvinnurekstri.

Lagðar voru fram dagsetningar og verklag í komandi vorhreinsunarátaki.

Í niðurstöðu ráðsins segir að ráðið feli starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að senda áskorun um úrbætur á eigendur þeirra fasteigna og lóða sem úrbóta er þörf. Þá skal senda almennt dreifibréf með tilmælum um snyrtilega umgengni sent til lóðarhafa í atvinnurekstri á hafnarsvæði, iðnaðarsvæði og miðbæjarsvæði.

Hreinsunardagur á Heimaey

Þann 30. maí nk. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Félagasamtök og aðrir hópar hafa verið afar duglegir að taka þátt í deginum. Forsvarsmenn félaga/hópa eru beðnir um að hafa samband við félagsmenn sína og boða þátttöku félagsins til umhverfis- og framkvæmdasviðs, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is. Dagskrá hreinsunardagsins verður auglýst síðar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Hreinsun lóða 23.-29. maí

Vestmannaeyingar eru hvattir til að taka þátt í sameiginlegu átaki um hreinsun lóða dagana 23.- 29. maí. Starfsmenn bæjarins verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk, segir í bókun ráðsins.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%