Nýr hreinsibúnaður prufaður í Vestmannaeyjahöfn

23.Maí'20 | 09:45
hreinsibunadur_hofn

Nýi hreinsibúnaðurinn í Friðarhöfn. Ljósmyndir/TMS

Nýr hreinsibúnaður var settur niður í Vestmannaeyjahöfn í gær. Hann var settur niður við flotbryggjurnar þar sem smábátarnir landa í Friðarhöfn.

„Við keyptum þennan búnað í vetur og erum að gera smá tilraun með þetta nú þegar veðrið er að lagast. Þessi búnaður er sjálfvirkur þannig að hann sogar það sem er á floti í körfu sem við verðum svo að losa annars lagið. Ef þetta kemur vel út þá munum við skoða hvort ekki sé hægt að uppfæra þetta betur og ná meiri afköstum.” segir Andrés Sigurðsson, yfirmaður hafnasviðs Vestmannaeyjahafnar í samtali við Eyjar.net.

Þessu tengt: Olíumengun í Friðarhöfn

„Vandamálið hjá okkur er að allt sem er skilið eftir á bryggjunum fýkur í höfnina ef vindur eykst og er pitturinn í Friðarhöfn sérstaklega erfiður því þar eru bryggjukantar alls staðar, miklir sviptvindar og mikil umsvif, en öllum fiski er landað þar. Sérstaklega eru dagmiðar á fiskikörum erfiðir við að eiga, þeir eru úr plasti, mjög skærlitaðir og fjúka auðveldlega af körunum og ber því mikið á þeim. Saman við gróður og þara sem slitnar upp og berst inn í höfnina. Lítur þetta oft mjög illa út og erum við að vonast til að þessi búnaður hjálpi til að halda Friðahöfninni hreinni.” segir Andrés.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).