Niðurstöður samræmdra prófa kynntar fræðsluráði
23.Maí'20 | 06:21Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar í vikunni var kynning á niðurstöðum samræmdra prófa.
Skólastjóri GRV fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk sem fram fóru í mars sl. Nemendur þreyttu próf í íslensku, stærðfræði og ensku og var skólinn á pari við landsmeðaltal í íslensku en undir í ensku og stærðfræði.
Sami árgangur var rétt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði í 7. bekk en töluvert undir í íslensku í 4. bekk en yfir í stærðfræði.
Stjórnendur og kennarar vinna að því að greina niðurstöður og vinna aðgerðaáætlun þar sem markmiðið er að efla þá þætti sem komu ekki nógu vel út þannig að nemendur verði sem best undirbúnir fyrir næsta skólastig, segir í bókun fræðsluráðs.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.