Rekur smáhýsi og hótel skammt frá Landeyjahöfn

- Íris Jónsdóttir flutti frá Eyjum fyrir um þremur árum en starfar nú við bæjardyrnar til Eyja. Hún rekur glæsileg smáhýsi og hótel við Seljalandsfoss

21.Maí'20 | 11:26
DSC_0970

Það er fátt betra en að vakna upp á fallegum morgni, fá sér morgunkaffið og horfa á hina tignarlegu fjallasýn Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls, Mýrdalsjökuls og yfir til Vestmannaeyja. Ljósmyndir/aðsendar

Skammt frá Landeyjahöfn er búið að reisa glæsileg smáhýsi. Brú Guesthouse nefnist staðurinn og er hann skammt frá Seljalandsfossi.

Rekstrarstjóri á staðnum er Íris Jónsdóttir. Íris þekkir vel til í Vestmannaeyjum, en þar bjó hún í rúman áratug, eða þar til hún tók við þessu starfi fyrir um þremur árum.

Erum með annan fótinn í Eyjum

Brú Guesthouse var opnað í ágúst 2017. Það er í eigu hjónana Bryndísar Emilsdóttur og Hjalta Ástbjarnarsonar, en hann á rætur sínar að rekja til Eyja.

Eiginmaður Írisar, Guðmundur Sigurðsson starfar enn í Eyjum en hann yfirvélstjóri á Huginn VE55.

„Við erum með annan fótinn í Eyjum. Það er ekki langt að fara til Eyja, aðeins 15 mínútna akstur frá Brú, þegar Herjólfur siglir í Landseyjahöfn, enda eru dæturnar duglegar að kíkja yfir í sveitina með barnabörnin.” segir Íris í samtali við Eyjar.net.

Fimm virkar eldstöðvar umkringja staðinn

Hún segir að Brú Guesthouse sé staðsett á miðju Suðurlandi, rétt við Seljalandsfoss. „Við erum með 12 nýleg smáhýsi, með uppábúnum rúmum, smáeldhúsi og baðherbergi með sturtu. Sjónvarp, frí nettenging og hægt að hlaða rafmagnsbíla á staðnum. Þá er verið að setja upp grillaðstöðu við húsin sem ætti að vera tilbúin í næstu víku.

Það er fátt betra en að vakna upp á fallegum morgni, fá sér morgunkaffið og horfa á hina tignarlegu fjallasýn Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls, Mýrdalsjökuls og yfir til Vestmannaeyja. Það er alla vega óhætt að segja að við séum á einum heitasta stað landsins í orðsins fyllstu merkinu með fimm virkar eldstöðvar sem umkringja okkur á alla kanta.”

Ertu að leita að gistingu í sumar fyrir hóp?

Íris segir að einnig verði þau með til útleigu í sumar á Hótel Selja, en það er staðsett á Dímonsveginum, skammt frá Brú Guesthouse.

„Hótel Selja er einnig staðsett á miðju Suðurlandi, rétt hjá Seljalandsfossi. Það verður opið hjá okkur í sumar fyrir hópa. Ef þú ert að leita að gistingu í sumar fyrir ættarmótið, golfhópinn, veiðhópinn eða bara hvernig hóp sem er þá erum við með 12 glæsileg herbergi.

Endilega sendu okkur skilaboð eða hringdu í okkur í 659-4006. Við gerum þér tilboð í gistingu og mat. Þið getið haft hótelið út af fyrir ykkur á meðan þið dveljið hjá okkur.” segir Íris.

Facebook-síða Brú Guesthouse.

Facebook-síða Hótel Selja.

 

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).