Bryggjudagur ÍBV er á morgun

20.Maí'20 | 17:07
Bryggjudagur_juli_2010_2

Vel hefur verið mætt á bryggjuna á Bryggjudag ÍBV. Mynd/úr safni

Bryggjudagur ÍBV handbolta verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 21. maí kl. 11:00 – 14:00. Herlegheitin verða á Skipasandi, en fimm ár eru síðan síðast var haldinn Bryggjudagur í Eyjum.

Ýmilsegt verður á boðstólnum. Svo sem:

• Fiskmarkaður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda. Þorskur, ýsa, skötuselur svo eitthvað sé nefnt.
• Kaffisala. Til sölu verður kaffi og gosdrykkir, vöfflur og annað gotterí með kaffinu. Sælgæti og safar fyrir krakkana.
• Sölubás þar sem hægt verður að sjá og panta '91 treyjurnar frægu.
• Hoppukastali fyrir börnin á staðnum.

Við munum passa upp á að fjöldatakmarkanir verði virtar, spritt við höndina og 2 metra reglan höfð í öndvegi. Mætum og gerum okkur glaðan dag saman og styrkjum gott málefni í leiðinni, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.