Bíða enn á­tekta

20.Maí'20 | 07:05
IMG_1168.jpg112

Frá setningu Þjóðhátíðar í fyrra. Ljósmynd/Addi í London

„Við bíðum á­tekta,“ segir Hörður Orri Grettis­son, for­maður Þjóð­há­tíðar­nefndar í Vest­manna­eyjum. Mikil ó­vissa er enn um í hvaða formi há­tíðin verður vegna fjölda­tak­markana sem líkast til verða í gildi um verslunar­manna­helgina af völdum kórónu­veirufar­aldursins.

For­sala á Þjóð­há­tíð hófst þegar í vetur. Spurður um hversu margir hafi þegar keypt miða segir Hörður að það verði ekki gefið upp.

„Ef Þjóð­há­tíð verður ekki haldin verða miðarnir bara endur­greiddir. Það er ein­fald­lega skýrt í neyt­enda­lögum að ef þú kaupir þér þjónustu eða eitt­hvað slíkt og hún er ekki innt af hendi þá áttu rétt á endur­greiðslu, þannig að það er alveg ljóst,“ undir­strikar Hörður í samtali við Fréttablaðið í dag.

Spurður hvort Þjóð­há­tíðar­nefndin hafi, í ljósi út­gjalda sem þegar hljóti að hafa orðið, bol­magn til að endur­greiða alla selda miða segir Hörður út­gjöldin ekki svo mikil enn sem komið er.

„Við höfum ekki lagt út neitt út af Þjóð­há­tíðinni í ár,“ segir Hörður. „Við erum með styrktar­samninga við Öl­gerðina Egil Skalla­gríms­son, sem er okkar stærsti styrktar­aðili, og við eigum miða­sölu­kerfið sjálf. Eins og staðan er í dag er út­lagður kostnaður vegna Þjóð­há­tíðarinnar 2020 minni­háttar og nánast enginn.“

Þeirri hug­mynd hefur meðal annars verið varpað fram að að­eins Vest­mann­eyingar sjálfir fái að­gang að Þjóð­há­tíðinni að þessu sinni til að tak­marka gesta­fjöldann. „Það er bara hug­mynd sem ég hef heyrt líka en það eru engar á­kvarðanir með það,“ segir Hörður. Spurður hvort þetta kæmi til greina segir hann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er í raun og veru ekkert að frétta í því, ekkert sem ég get sagt frá þér frá.“

Allt viðtalið má lesa hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).