Allar þyrlur Gæslunnar í viðhaldi

20.Maí'20 | 14:29
eir_eyjar_ads

TF-EIR á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/aðsend

Allar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru í viðhaldi og hafa verið eftir að TF GRO kom úr útkalli í gær. 

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, við fréttastofu Ríkisútvarpsins og greint er frá á fréttavef RÚV. TF GRO er í reglubundnu viðhaldi sem farið var í eftir útkall á Hvannadalshnúk. 

Beðið er eftir varahlut í TF EIR. Ásgeir segir að hún sé rétt ókomin og vonir standa til þess að þyrlan verði tilbúin í dag. Aftur á móti er TF-LÍF í langtímaviðhaldi og verður ekki í notkun á næstunni. 

Ásgeir segir það vera mjög fátítt að engin þyrla sé tiltæk. „En það er algengara að við lendum í þessari stöðu ef við erum með eina þyrlu í umfangsmiklu viðhaldi,“ segir Ásgeir. Þegar einungis tvær þyrlur séu til umráða þá sé líklegra að þessi staða komi upp. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.