Allar þyrlur Gæslunnar í viðhaldi

20.Maí'20 | 14:29
eir_eyjar_ads

TF-EIR á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/aðsend

Allar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru í viðhaldi og hafa verið eftir að TF GRO kom úr útkalli í gær. 

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, við fréttastofu Ríkisútvarpsins og greint er frá á fréttavef RÚV. TF GRO er í reglubundnu viðhaldi sem farið var í eftir útkall á Hvannadalshnúk. 

Beðið er eftir varahlut í TF EIR. Ásgeir segir að hún sé rétt ókomin og vonir standa til þess að þyrlan verði tilbúin í dag. Aftur á móti er TF-LÍF í langtímaviðhaldi og verður ekki í notkun á næstunni. 

Ásgeir segir það vera mjög fátítt að engin þyrla sé tiltæk. „En það er algengara að við lendum í þessari stöðu ef við erum með eina þyrlu í umfangsmiklu viðhaldi,“ segir Ásgeir. Þegar einungis tvær þyrlur séu til umráða þá sé líklegra að þessi staða komi upp. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.