Unglingar í 8.-10. bekk GRV:

Áfengis- og tóbaksneysla er gegnumgangandi talsvert undir landsmeðaltali

20.Maí'20 | 13:11
unglingar_vestm_skjask

Lykiltölur í lífi barna. Skjáskot/Skýrsla Rannsóknar & Greiningar

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær kynnti Guðrún Jónsdóttir, yfirfélagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar niðurstöður könnunar Rannsóknar & Greiningar á nemendum í 8., 9. og 10. bekk frá í febrúar 2020.

Vestmannaeyjabær hefur verið að endurskoða og efla forvarnarstarfið meðal annars með því að nýta sér rannsóknargögn Rannsóknar og greining. Nýttar eru niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk árið 2020 þar sem greint eru staðbundnar niðurstöður fyrir Vestmannaeyjar. Markmiðið er að koma þessum niðurstöðum til þeirra sem vinna að því að bæta líf barna og ungmenna frá grasrótinni og upp úr.

Fram kemur í fundargerðinni að ráðið þakki kynninguna og hvetur alla þá sem koma að uppeldi og þjónustu við ungt fólk að nýta sér þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni.

Neysla á harðari efnum mælist aðeins yfir landsmeðaltali

Guðrún Jónsdóttir segir í samtali við Eyjar.net að eftir eigi að rýna skýrsluna aðeins betur og m.a. kynna hana í skólunum og hjá fleiri samstarfsaðilum. „Í kjölfarið munum við senda frá okkur ítarlegri greiningu.” segir hún. En þess má geta að samantekt verður birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í kjölfarið.

„Í fljótu bragði má samt nefna nokkrar markverðar niðurstöður, margar jákvæðar og einnig nokkrar sem þarf að gefa betri gaum að. Jákvætt er m.a. að mjög lítil neysla virðist vera hjá unglingum í 8.-10. bekk en áfengis- og tóbaksneysla er gegnumgangandi talsvert undir landsmeðaltali. Neysla á harðari efnum mælist aðeins yfir landsmeðaltali en þar er um mjög lága prósentu að ræða sem gefur til kynna að um örfáa einstaklinga sé að ræða. ”

Vísbendingar um að útivistartími sé ekki virtur

Guðrún segir að vísbendingar séu um að útivistartími sé ekki virtur sem skyldi. „Það er nokkuð stór hluti unglinga sem kemur ekki heim til sín fyrr en eftir miðnætti og þessu tengt, virðist nokkuð stór hluti sem ekki fær nægan svefn og upplifir andlega vanlíðan.

Jákvætt er einnig að meirihluti unglinga eru jákvæðir gagnvart sínu sveitarfélagi (eru frekar eða mjög sammála því að það sé gott að búa í Vestmannaeyjum) og athyglisvert að þeir unglingar sem segja mikið og gott félagslíf í sveitarfélaginu eru yfir landsmeðaltali.

Það er ljóst að þessi skýrsla er gott efni í forvarnarvinnu sveitarfélagsins og tækifæri til að skoða nánar þá þætti sem leggja þarf áherslu á hjá þeim sem koma að vinnu með börn og ungmenni.”

Hér má sjá umrædda skýrslu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.