Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja:

Nýju klefarnir teknir í notkun

19.Maí'20 | 09:06
klefar_ithrottahus_fb

Nýju búningsklefarnir voru teknir í notkun í morgun. Ljósmynd/Vestmannaeyjabær

Framkvæmdir á nýju klefunum hafa gengið vel og voru þeir opnaðir í morgun. Þó á enn eftir að fínpússa þá örlítið án þess þó að það skerði þjónustu.

Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja á vef Vestmannaeyjabæjar. Hann segir að konurnar þurfi að bíða aðeins með að fá hárblásarana fram á ganginn á meðan við losum okkur alveg við veiruna.

Einnig er verið að ganga frá loftræstingu og mála vesturvegginn í sundlaugarsalnum. Í kringum næstu mánaðarmót ættu svo framkvæmdir á flísalögðum köldum potti að hefjast.

Sundlaugagestir eru beðnir um að huga vel að eigin sóttvörnum og er boðið upp á spritt við hvern inn- og útgang.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.