Kvartað undan vegi og drasli í Ofanbyggð

- þykir miður að þetta skuli vera sú ásýnd sem við gestum og gangandi, segir m.a í athugasemdum bréfritara

19.Maí'20 | 13:33
IMG_1127

Svæðið sem um ræðir. Ljósmyndir/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær voru lögð fram tvö bréf frá íbúum í Ofanbyggð þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld skoði framkvæmdir við viðbyggingu íbúðarhúss og lagningu vegar sem og að farið verði í tiltekt á lóð hjá nágranna bréfritara.

Segir veginn liggja inn á lóð Suðurgarðs

Í öðru bréfinu óska eigendur Suðurgarðs eftir því að skipulagsfulltrúi skoði þær framkvæmdir sem nú eiga sér stað við Höfðaból. Þar hefur eigandi meðal annars lagt veg austan við framkvæmdarsvæðið. Sá vegur liggur inn á lóð Suðurgarðs og er óskað eftir því að eiganda Höfðabóls verði gert að færa þann veg og lagfæra þær skemmdir sem hann hefur valdið með jarðraski.

Tíu fiskikör með alls kyns drasli

Í hinu bréfinu sem stílað er á bæjarstjóra Vestmannaeyja segir að bréfritarar séu mjög ósátt við hvernig nágranni þeirra, Árni Johnsen á Höfðabóli, sé búinn að menga umhverfið þar á undanförnum árum með því að sanka að sér ýmiss konar dóti á lóð sína við Höfðaból, að okkur skilst án allra leyfa. Til að mynda eru nú meðfram veginum suður á eyju tíu fiskikör með alls kyns drasli sem þar hafa verið síðustu fjögur, fimm ár og eru lítt til fegurðarauka.

Þá hefur sífellt verið að fjölga grjóthnullungum og trjádrumbum á sama stað sem ekki verður séð að fegri umhverfið; gefur því heldur draslarakenndan blæ auk þess sem sumt af grjótinu er svo nærri akveginum að slysahætta gæti verið af. Við eigum ættir okkar að rekja í þetta umhverfi og þykir miður að þetta skuli vera sú ásýnd sem við gestum og gangandi blasir, þeim sem leið eiga um eyjuna.

Við viljum því fara þess á leit að umhverfisnefnd Vestmannaeyja geri gangskör í því að fjarlægja sem fyrst það drasl sem þarna er og hefur ekki verið samþykkt af þar til bærum yfirvöldum, segir í bréfinu.

Umhverfis- og skipulagsráð fól starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs málið til úrvinnslu.

 

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).