Lífeyrissjóður Vestmannaeyja:

Raunávöxtun jákvæð um 11,6%

18.Maí'20 | 15:45
lifeyrissjodur_ve

Starfsstöð Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja var afar góð á árinu 2019. Nafnávöxtun sjóðsins var um 14,6% á árinu, miðað við 8,4% árið 2018. 

Hrein raunávöxtun sjóðsins var jákvæð um 11,6% samanborið við 4,9% árið 2018, segir í frétt á heimasíðu Lífeyrissjóðsins.

Þar segir jafnframt að ef horft sé til síðastliðinna fimm ára er hrein meðalraunávöxtun sjóðsins 5,8% á ársgrundvelli og 4,9% ef horft er til síðastliðinna tíu ára.

Framundan er ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður haldinn í Akóges fimmtudaginn 28. maí 2020, kl. 16:00. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.