Ekkert nýtt smit hefur greinst síðan 20. apríl í Eyjum

16.Maí'20 | 09:51
IMG_9894

Ekkert nýtt smit hefur greinst síðan 20. apríl sl., sem eru góðar fréttir fyrir Vestmannaeyinga og sýna að aðgerðir eru að skila tilætluðum árangri. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn var gerði bæjarstjóri grein fyrir stöðu og viðbrögðum yfirvalda vegna útbreiðslu COVID-19 í Vestmannaeyjum. 

Staðan í Vestmannaeyjum er sú að 105 smit hafa verið greind. Af þeim sem greinst hafa jákvæðir hafa allir náð bata. Ekkert nýtt smit hefur greinst síðan 20. apríl sl., sem eru góðar fréttir fyrir Vestmannaeyinga og sýna að aðgerðir eru að skila tilætluðum árangri. Mikilvægt er að hafa í huga að enn þá þarf að gæta að sér og fylgja öllum reglum.

Alls sóttu 67 af 72 sveitarfélögum um úthlutun starfa

Vestmannaeyjabær hefur að undanförnu unnið að undirbúningi sumarstarfa fyrir 17 ára og eldri fyrir árið 2020. Alls sóttu 94 um sumarstarf hjá Vestmannaeyjabæ fyrir þetta ár, en árið 2019 voru umsóknirnar 95. Þá voru umsóknir í Vinnuskólann, þ.e. fyrir 8. -10. bekk grunnskóla, 88 talsins, en í fyrra voru umsóknirnar 71.

Nýlega kynntu menntarmálaráðherra og félegsmálaráðherra úrræði fyrir námsfólk á háskólastigi með fjölgun sumarstarfa í samstarfi við sveitarfélög og stofnanir ríkisins. Ríkissjóður greiðir meirihluta launa vegna umræddra starfa og sótti Vestmannaeyjabær um úthlutun fyrir sjö störfum, en fékk úthlutað fjórum. Til viðmiðunar við úthlutun starfa hafði Vinnusmálastofnun annars vegar óskir sveitarfélaganna og hins vegar stöðu á vinnumarkaði í einstaka sveitarfélögum. Alls sóttu 67 af 72 sveitarfélögum um úthlutun starfa.

Gerir ráð fyrir að öllum þeim sem sóttu um sumarstarf verði boðið starf

Ekki liggja fyrir nýjar tölur um atvinnuleysi eða hlutabótaleið stjórnvalda frá Vinnumálastofnun fyrir Vestmannaeyjar, en gera má ráð fyrir að fækkun hafi orðið á hlutabóatleiðinni vegna áhrifa af afléttingu samkomubanns.

Bæjarstjóri gerir ráð fyrir að öllum þeim sem sóttu um sumarstarf verði boðið starf á vegum bæjarins.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð samþykki að bjóða öllum þeim sem sótt hafa um sumarstarf og hafa lögheimili í Vestmannaeyjum starf. Bæjarráð fagnar því að hafa fengið úthlutað fjórum störfum fyrir námsmenn á háskólastigi. Bæjarráð þakkar bæjarstjóra upplýsingarnar.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).