Fréttatilkynning:

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur

- sunnudagurinn 7. júní

15.Maí'20 | 11:38
IMG_1193

Á Sjómannadeginum verður eins og alltaf safnast saman á Stakkó þar sem sjómenn verða heiðraðir, tónlist og önnur hefðbundin atriði. Ljósmynd/TMS

Á tímabili leit út fyrir að allt samkomuhald yrði bannað næstur vikurnar og í ljósi þess hafði Sjómannadagsráð ákveðið að engin hátíðarhöld yrðu á Sjómannadaginn þetta árið. 

En öll él birta um síðir og líka Covid19 fárið sem herjað hefur á Vestmannaeyjar, Ísland og reyndar alla heimsbyggðina síðustu vikur og mánuði.

Í ljósi þess að slakað hefur verið á samkomubanni  hefur Sjómannadagsráð ákveðið að halda Sjómannadaginn, sem nú er sunnudagurinn 7. júní hátíðlegan en dagskráin verður minni í sniðum en verið hefur. Verður í öllu farið að tilmælum Eyjamannanna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og Ölmu Möller landlæknis frá Siglufirði.

Þetta kemur fram hjá Ríkharði Stefánssyni og Halldóri Inga Guðnasyni sem sæti eiga í ráðinu. „Við byrjum á laugardagsmorguninn á Nausthamarsbryggju með Bryggjumótinu vinsæla fyrir þau yngstu og pabbana og afana,“ segir Rikki. „Eftir hádegi verður að mestu hefðbundin dagskrá á Vigtartorgi sem ætluð er unga fólkinu. Þar verða hoppukastalar, fuzzball, fjarstýrðir bátar og sjómenn og aðrir fá að spreyta sig í kappróðri eins og venja er. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar eins og karl sem býr allskonar fígúrur úr blöðrum.“

Hefðbundin skemmtun í Höllinni verður ekki vegna fjöldatakmarkana en sunnudagurinn  hefst með því flaggað er við Landakirkja og klukkan 11 er Sjómannamessa. „Á eftir er athöfn við minnisvarða drukknaðra og hrapaðra og þeirra sem farist hafa í flugslysum. Henni stýrir Guðni Hjálmarsson, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í fjarveru Snorra Óskarssonar,“ segir Halldór Ingi.

Klukkan þrjú verður eins og alltaf safnast saman á Stakkó þar sem sjómenn verða heiðraðir, tónlist og önnur hefðbundin atriði. Eykyndilskaffið fellur niður vegna Covid19.  „Við erum að reyna eins og við getum að halda Sjómannadaginn hátíðlegan en förum í öllu að settum reglum og eftir leiðbeiningum Páleyjar lögreglustjóra. Við mætum svo margefldir á næsta ári og höldum Sjómannadaginn með meiri stæl en nokkru sinni,“ sögðu félagarnir sem að lokum vöktu athygli á Sjómannadagsblaðinu, merkjasölunni og að dagskrá Sjómannadagsins verður birt í næstu viku.

„Sjómannadagsblaðið verður myndarlegt og fjölbreytt að vanda og verður því dreift ókeypis í öll hús í Eyjum sem er nýjung. Skátarnir dreifa blaðinu og ÍBV sér um merkjasölu og er fólk hvatt til að taka vel á móti sölubörnum. Nánari dagskrá verður svo kynnt í næstu viku.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).