Ráðherra úthlutaði 210 milljónum til orkuskipta í höfnun

15.Maí'20 | 14:40
innsigling

Vestmannaeyjahöfn fékk 3,4 milljónir í verkefnið. Ljósmynd/TMS

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Alls verður 210 milljónum veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti.

Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum átaksins. Verkefni sem styrkt verða þurfa að hefjast eigi síðar en 1. september 2020 og vera lokið fyrir 1. apríl 2021.

Eftirtaldir hljóta styrk:

  • Akureyri - 43,8
  • Dalvík - 10,3
  • Faxaflóahafnir - 100,0
  • Fjarðabyggð - 11,5
  • Hafnarfjörður - 12,0
  • Reykjanesbær - 12,0
  • Seyðisfjörður - 8,9
  • Snæfellsbær - 6,2
  • Vestmannaeyjar - 3,4
  • Þorlákshöfn - 1,9

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.