Þjóð­hags­spá Íslandsbanka:

Djúpt en von­andi stutt sam­drátt­ar­skeið

- Horfur eru á 9,2% samdrætti árið 2020 en þróun COVID-faraldursins og viðbragða við honum á seinni árshelmingi ræður úrslitum um batann

14.Maí'20 | 07:23
IMG_9428

Útflutningur vöru og þjónustu minnkar um 22,8% á árinu og innflutningur um 14,9%, segir í spánni. Ljósmynd/TMS

Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja og ítarlega þjóðhagsspá fyrir árin 2020-2022, þá fyrstu frá samkomubanni.

Góðu heilli voru fjölmargar stoðir íslenska hagkerfisins býsna sterkar þegar COVID-áfallið reið yfir. Lærdómur hefur verið dreginn af fyrri mistökum og fjölmargar ástæður eru til bjartsýni á framtíðina.

Árið 2020 verður þó afar erfitt og spáir Greining 9,2% samdrætti á árinu. Hversu hratt faraldurinn gengur niður er lykilforsenda fyrir því hversu hraður efnahagsbatinn verður. Verði faraldurinn í rénun eftir mitt ár eru góðar horfur á myndarlegum hagvexti á seinni tveimur árum spátímans.

Tekjur ferðaþjónustunnar verði innan við helmingur af tekjum síðasta árs

COVID-19 faraldurinn hefur gerbreytt efnahagshorfum til skemmri tíma. Ljóst virðist að efnahagssamdráttur verður umtalsverður á árinu 2020 en í janúar sl. spáði Greining Íslandsbanka 1,4% hagvexti fyrir árið. Spá okkar nú hljóðar upp á 9,2% samdrátt í ár.

Fyrirsjáanlegt er að tekjur ferðaþjónustunnar verða innan við helmingur af tekjum síðasta árs. Einnig mun vöruútflutningur dragast nokkuð saman vegna minni álútflutnings og hnökra á flutningum með ferskan fisk og fleiri vörur vegna COVID.

Einkaneysla mun skreppa talsvert saman vegna stóraukins atvinnuleysis, tímabundinna hamla á sumar tegundir neyslu og varkárni neytenda á óvissutímum.

Líklegt er að fjárfesting í einkageiranum dragist verulega saman. Mótvægisaðgerðir hins opinbera munu hins vegar leiða til aukinnar opinberrar fjárfestingar.

Innflutningur er líklegur til að dragast umtalsvert saman vegna minni ferðalaga erlendis, samdráttar í innlendri eftirspurn og áhrifa veikingar krónu á innbyrðis spurn eftir innflutningi og innlendum vörum/þjónustu.

Hversu hratt faraldurinn gengur niður er lykilforsenda fyrir því hversu hraður efnahagsbatinn verður. Verði faraldurinn í rénun eftir mitt ár eru góðar horfur á myndarlegum hagvexti á seinni tveimur árum spátímans.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér.

Meðal þess helsta sem fram kemur í spánni er:

  • Hagvöxtur - Spáð er 9,2% samdrætti 2020, 4,7% hagvexti 2021 og 4,5% hagvexti 2022.
  • Utanríkisviðskipti - Útflutningur vöru og þjónustu minnkar um 22,8% á árinu og innflutningur um 14,9%. Viðskiptahalli nemur 1,2% af landsframleiðslu en afgangur verður á næsta ári.
  • Verðbólga - 2,2% verðbólga að meðaltali 2020. 2,1% 2021 og 2,3% 2022.
  • Vinnumarkaður - 9,6% meðaltalsatvinnuleysi 2020. 5,8% 2021 og 3,8% 2022.
  • Vextir - Stýrivextir verða komnir í 0,75% fyrir lok þriðja ársfjórðungs 2020. Vaxtahækkanir hefjast að nýju 2021.
  • Framtíðin - Erlend staða þjóðarbúsins er sterk, gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans styður við krónuna og hið opinbera hefur svigrúm fyrir aukna skuldsetningu. Fjölmargar ástæður eru því til bjartsýni á framtíðina.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.