Sértæk úthlutun vegna áhrifa Covid-19

13.Maí'20 | 11:53
IMG_1031

Verkefnið Björgunarskipið Þór 100 ára fékk kr. 300.000.- styrk í aukaúthlutun. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi stjórnar SASS var samþykkt tillaga um sértæka úthlutun á fjármunum sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024 vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á atvinnulíf á Suðurlandi.

Í fundargerð stjórnar SASS segir að formaður hafi kynnt hugmyndir um sértæka úthlutun á fjármunum sóknaráætlunar Suðurlands vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á atvinnulíf á Suðurlandi.

Fjármagna skyldi úthlutunin með fjármunum sem koma annars vegar af fjáraukalögum en hlutur SASS af samþykktu 200 m.kr. framlagi ríkisins til landshlutsamtakanna er 36 m.kr. og hins vegar breytingum á áður samþykktum áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands að fjárhæð 29 m.kr. Kynnt voru eldri áhersluverkefni sem er lokið eða hægt að breyta til að hafa aukna fjármuni til úthlutunar í þessa sértæku úthlutun.

Niðurstaða stjórnar er að fella niður eða breyta samtals átta áhersluverkefnum og taka jafnframt 3,95 m.kr. af síðari úthlutun ársins og bæta þannig 29 m.kr. við framlag ríkisins. Til ráðstöfunar eru því samtals 65 m.kr.

Fyrir lá tillaga um að verja fyrrgreindum 65 m.kr. til verkefnisins Sóknarfæri ferðaþjónustunnar – sértæk úthlutun sem er nýtt áhersluverkefni. Markmiðið er að styðja við starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Suðurlandi, sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna fækkunar ferðamanna. Verkefnið skiptist í þrjá eftirfarandi verkþætti:

1) Stuðningur við markaðssókn Suðurlands gagnvart innlendum ferðamönnum í sumar sem unnið verður að á vegum Markaðsstofu Suðurlands. Verkefnið fylgir áherslum ríkisins þ.m.t. Ferðamálastofu um að styðja við innlenda ferðaþjónustu á þessu ári. Rekstraraðilar og sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í átakinu og auka þar með slagkraft þess.

2) Stofnun nýs samkeppnissjóðs Sóknaráætlunar Suðurlands undir heitinu Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu og fyrirtæki sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu geta sótt um verkefnastyrki að fjárhæð 500 þ.kr. Samhliða því að fá styrk mun fyrirtækjum standa til boða handleiðsla og ráðgjöf á vegum SASS, aðgengi að sérfræðiþjónustu og sérsniðinni fræðslu út frá þörfum umsækjenda. Getum stutt 96 fyrirtæki.

3) Fræðsla og miðlun þekkingar til ferðaþjónustufyrirtækja, s.s. sérhæfð námskeið og sérfræðiþjónusta til handa styrkþegum sem tengjast úrræðinu hér að framan. Auk þess verður boðið upp á ýmis opin námskeið, fyrirlestra og stuðningsefni.
Verkefnið verður kynnt í apríl og auglýst verður eftir umsóknum. Frestur til að sækja um er í tvær vikur eða til 12. maí n.k. Miðað er við að verkefninu ljúki í síðasta lagi í nóvember n.k.

Eftir umræður samþykkti stjórn eftirfarandi skiptingu á 65 m.kr. framlaginu til verkefnisins:

  • 48 m.kr. í beina 500 þ.kr. verkefnastyrki til 96 fyrirtækja
  • 8 m.kr. í markaðssókn Suðurlands í sumar
  • 8 m.kr. í fræðsluefni, miðlun og kaup á sérfræðiþjónustu
  • 1 m.kr. í kynningu á átakinu

Farið var yfir drög að fyrirliggjandi úthlutunarreglum sem gilda fyrir verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Drögum breytt til samræmis við umræðu og staðfest af stjórn.

Stjórn samþykkir að fagráð atvinnu- og nýsköpunar yfirfari umsóknir og þær verða svo samþykktar á stjórnarfundi.

Aukaúhlutun til tveggja menningarverkefna
Fagráð menningar hefur á aukafundi fjallað um tvö verkefni sem fórst fyrir að afgreiða. Það eru verkefnin „Björgunarskipið Þór 100 ára“ og „25 ára afmæli barnakórs Hvolsskóla“.

Fagráðið gerir tillögu um að úthlutun til þessara tveggja verkefna verði þannig háttað að Björgunarskipið Þór 100 ára fái kr. 300.000.- og 25 ára afmæli barnakórs Hvolsskóla fái kr. 250.000.-

Stjórn SASS samþykkti framangreinda tillögu og að fjármunirnir verði teknir af síðari úthlutun ársins.

Tags

SASS

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.