Mikill áhugi á strandveiðum

8.Maí'20 | 14:25
sjom_landar

Það hefur verið líflegt við löndunarbryggju smábátana undanfarna daga. Fleiri myndir má sjá neðst í þessari frétt. Ljósmyndir/TMS

Á mánudaginn síðastliðinn hófst strandveiðitímabilið. Alls eru 18 bátar frá Vestmannaeyjum með strandveiðileyfi í ár, samanborið við 14 árið áður.

Samkvæmt frétt á vef Fiskistofu höfðu alls borist 390 umsóknir um strandveiðar í byrjun vikunnar. Í upphafi strandveiða í fyrra voru 249 bátar og enduðu þeir í 620 í lok sumars. Í ár eru því 33% fleiri bátar að hefja strandveiðar en í fyrra.

Breyting var gerð í ár á reglugerð strandveiða, er varðar veiðar á rauðum dögum. Á þessari vertíð er ekki bannað að stunda veiðar á almennum frídögum.

Í maí bætist við einn dagur, uppstigningardagur 21. maí. Í júní bætast við 2 dagar, annar í hvítasunnu sem er fyrsti dagur mánaðarins og þjóðhátíðardagurinn sem nú ber upp á miðvikudag. Þá bætist við einn dagur í ágúst, frídagur verslunarmanna, mánudagurinn 3. ágúst.

Þessir 18 bátar eru með strandveiðileyfi í Eyjum í ár:

SKIP

NAFN

Andvari VE 100 (1092)

Útgerðarfélagið Andvari sf.

Þorsteinn VE 18 (2157)

Útgerðafélagið Stafnsnes ehf.

Víkurröst VE 70 (2342)

HH útgerð ehf

Júlía VE 163 (2438)

Útgerðarfélagið Þorsteinn  ehf.

Bravo VE 160 (2578)

3H ehf.

Hlöddi  VE 98 (2782)

Búhamar ehf.

Lubba VE 27 (5665)

Hvalreki útgerð ehf.

Byr VE 150 (6061)

Vigfús Guðlaugsson

Dolli í Sjónarhól VE 317 (6089)

Sævarbrún ehf

Bjartmar VE 6 (6096)

Útgerðarfélagið Bjartmar ehf.

Klaki VE 112 (6149)

Dvergur VE ehf.

Uggi VE 272 (6229)

Tb Uggi ehf.

Klakkur VE 220 (6451)

Emmi ehf

Þrasi VE 20 (6776)

Útgerðarfélagið Hellisey ehf

Arnar  VE 38 (6865)

Auðunn ehf.

Adda VE 292 (7176)

Ólafur Már Harðarson

Steðji VE 24 (7352)

Litlhöfði ehf.

Klaksvík VE 282 (7423)

Rauðafell ehf

 

 

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.