Hellur lagðar á Stakkagerðistúni

8.Maí'20 | 07:40
rolur_stakko

Börnin að leik í gær. Ljósmyndir/TMS

Undanfarna daga hafa staðið yfir framkvæmdir á Stakkagerðistúni. Verið er að laga undirlagið í kringum leikvöllinn og við hoppudýnuna. 

Þegar ljósmyndari Eyjar.net leit við á túninu í gær var þar mikið af börnum að leik líkt og oft er þegar veðrið er gott. Það verður því mikil bót að fá þarna hellur og gúmmíhellur í staðinn fyrir mölina.

Sjá einnig: Gera skurk í uppbyggingu leikvalla

Markmiðið Vestmannaeyjabæjar er að fara í endurbætur og uppbyggingu á leikvöllum á næstu árum. Þegar er hafin vinna við skólalóðir GRV og Kirkjugerðis. Í sumar verður stefnt að því að fara í endurbætur á tveimur leikvöllum í íbúðarsvæðum (við Dverghamar og Búastaðarbraut) og uppbyggingu á nýjum leikvelli við Illugagötu (norðan megin).

Áhersla verður á barnvænt umhverfi með góðu og traustu undirlagi, viðhaldsgóðum leiktækjum, snyrtilegu nærumhverfi þar sem verður hugað að lýsingu, gróðri, hellulögn, bekkjum og ruslafötum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.