Bíða eftir nýjum reglum

8.Maí'20 | 08:09
IMG_0987

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Áfram er unnið að und­ir­bún­ingi Þjóðhátíðar í Vest­manna­eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina og miðasala stend­ur yfir.

Hörður Orri Grett­is­son, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar ÍBV, seg­ir að beðið sé eft­ir að mál skýrist um hvaða fjölda­tak­mark­an­ir verði í gildi þegar að hátíðinni kem­ur um mánaðamót­in júlí og ág­úst og aðrar regl­ur stjórn­valda.

Sótt­varna­lækn­ir gaf það út í fyrra­dag að tveggja metra nánd­ar­regl­an yrði ekki al­gild eft­ir því sem leyfðar yrðu stærri sam­kom­ur. Sam­komu­hald­ar­ar yrðu þó að gæta þess að þeir sem þyrftu eða vildu vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða af öðrum ástæðum ættu að geta notið tveggja metra svig­rúms.

Sótt­varna­lækn­ir hef­ur gefið út að rétt væri fyr­ir skipu­leggj­end­ur viðburða í sum­ar að miða við að há­marks­fjöldi gesta fari ekki yfir 2.000 manns. Marg­falt fleiri sækja venju­lega Þjóðhátíð í Eyj­um. Til umræðu hef­ur verið að skipta Herjólfs­dal upp í sótt­varna­svæði og ýms­ar aðrar hug­mynd­ir komið upp. „Við bíðum eft­ir því hvað yf­ir­völd segja, hvernig regl­urn­ar verða, og mun­um taka ákv­arðanir út frá því,“ seg­ir Hörður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Mbl.is greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.