Sveitarfélög segja sig frá rekstri öldrunarheimila

6.Maí'20 | 08:00
ello_20

Á síðasta ári greiddi Vestmannaeyjabær tæpar 86 milljónir með rekstri Hraunbúða. Ljósmynd/TMS

Í gær bárust fregnir af því að Akureyrarbær ætli ekki að framlengja samning um rekstur öldrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands, en bæjarfélagið borgaði 340 milljónir með rekstrinum í fyrra.

Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, sagði í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins að þónokkur sveitarfélög séu í svipuðum hugleiðingum. Ástæðan sé einfaldlega sú að ekki sé verið að veita næga fjármuni í rekstrarfé til hjúkrunarheimila. Kröfur til heimilanna hafi aukist en á sama tíma sé verið að draga úr fjárveitingum. 

Þetta sé rekstur sem sé í raun á ábyrgð ríkisins en sé samt orðinn umfangsmikill og nokkuð íþyngjandi rekstrarbaggi hjá sumum sveitarfélögum. Hún segir samtökin áhyggjufull yfir stöðunni og ítrekað hafa bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstrargrundvöll stofnananna.

Engin ákvörðun verið tekin um framhaldið hjá Vestmannaeyjabæ

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjar.net að undanfarin ár hafi Vestmannaeyjabær lagt töluvert fé til reksturs Hraunbúða, dvalar- og hjúkrunarheimilis, þrátt fyrir að ríkinu beri að fjármagna þann rekstur á fjárlögum.

„Framlög Vestmannaeyjabæjar til rekstursins hafa aukist frá ári til árs án þess að bærinn geti haft þar áhrif á. Á síðasta ári greiddi Vestmannaeyjabær tæpar 86 milljónir með rekstri Hraunbúða. Þessi staða er óviðunandi og getur ekki gengið svona áfram.”

Er Vestmannaeyjabær eitt þeirra sveitarfélaga sem skoðar það að segja sig frá rekstri öldrunarheimils?

Bæjarráð hefur fjallað um hallarekstur Hraunbúða og ófullnægjandi framlög ríkisins með rekstrinum og hvort að það séu áframhaldandi forsendur fyrir því að Vestmannaeyjabær reki Hraunbúðir. Samningar sem þessir eru alltaf í endurskoðun og engin ákvörðun verið tekin enn um framhaldið, segir Íris.

 

Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2019:

  • Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -85.860.000
  • Rekstrarafkoma ársins kr. 0
  • Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 250.521.000
  • Eigið fé kr. 29.806.000

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%