Þjónustuíbúðir fatlaðs fólks

5.Maí'20 | 10:16
sambylid

Þjónustuíbúðir fatlaðs fólks við Vestmannabraut. Ljósmynd/TMS

Þjónustuíbúðir við Vestmannabraut 58b voru vígðar 5. maí 1990 og hafa því verið til staðar í 30 ár.

Húsið er í eigu Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins og samanstendur af 5 íbúðum, skammtímavistun og sameign. Þar búa að jafnaði 5 einstaklingar en eru 6 þegar skammtímavistun er í notkun. Í hverri íbúð er svefnherbergi, stofa, eldhúskrókur og baðherbergi. Í sameiginlegu rými er stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús, sólpallur og geymsla.

Markmið þjónustuíbúða er að efla sjálfstæði og færni íbúanna í því skyni að þeir verði eins sjálfbjarga og ráðandi um eigin hagi og kostur er. Til þess að ná þessu markmiði er íbúum veitt leiðsögn og stuðningur eftir þörfum og kappkostað að hafa heimilismenn með í ráðum um allt sem varðar einkahagi þeirra.

Árið 2021-2022 munu nýjar þjónustuíbúðir og þjónustukjarni fyrir fatlað fólk verða tekin í notkun að Strandvegi 26. Þjónustukjarninn hefur fengið nafnið Nýji bær. Þá verða íbúðirnar samtals 7 auk stórt herbergi og salerni fyrir skammtímavistun. Á sömu hæð og þjónustuíbúðir og kjarninn verður til viðbótar ein leiguíbúð fyrir fatlað fólk og tvær á þeirri næstu. Íbúðirnar að Vestmannabraut 58b verða áfram nýttar þannig að heildarfjöldi íbúða til leigu fyrir fólk með fötlun verður 15 í stað 5 sem er í dag.

Við höfðum hugsað okkur að bjóða bæjarbúum að halda upp á afmælið með okkur með kaffi og kökum en það verður að bíða betri tíma vegna ástandsins í dag. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa munað eftir okkur í gegnum árin og fært okkur alls kyns gjafir. Lions klúbburinn hefur aðstoðað okkur með ýmsum heimilistækjum og húsgögnum, Bylgja VE, Huginn VE, Pítsagerðin og Kráin hafa fært okkur matargjafir, Kvenfélagið Líkn færir okkur jólaskreytingu á hverju ári, Kvenfólk í Eyjum gaf okkur tvö nuddtæki nú á dögunum og lengi mætti telja áfram af þessu góða fólki og fyrirtækjum sem hefur verið að styrkja okkur. Kærar þakkir, þetta er ómetanlegt.

 

Ingibjörg Sigurjónsdóttir,

Forstöðukona Þjónustuíbúða Vestmannabraut 58b

 

Greinin birtist fyrst á vef Vestmannaeyjabæjar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.