Íris Róbertsdóttir skrifar:

Í tilefni fyrsta maí

1.Maí'20 | 09:50
iris_roberts

Íris Róbertsdóttir

Allt frá árinu 1923 hefur 1. maí verið helgaður kröfu verkalýðshreyfingarinnar um bætt kjör og meira jafnrétti. Það er í anda þeirra sérstöku tíma sem við sem samfélag erum að fara í gegnum að óheimilt verður að sýna samstöðu í verki með kröfugöngu að þessu sinni. 

Það sem er þó hálfu verra fyrir okkur í Vestmannaeyjum er að hið rómaða 1. maí kaffi í Alþýðuhúsinu fellur niður í fyrsta sinn í áratugi. Í staðinn ættum við öll að setjast niður fyrir framan sjónvarpið með kaffi og með því kl. 19:40 í kvöld  og horfa á útsendingu á skemmti- og baráttusamkomu með landsþekktum listamönnum. En við skulum þó aldrei gleyma því um hvað þessi dagur snýst og hversu mikla baráttu það hefur kostað að komast þó það langt sem við höfum komist í jafnréttisátt.

Ein fyrsta heimild um kröfugöngu í Eyjum 1. maí er að finna í bók verkalýðsforingjans Jóns Rafnssonar (1899-1980), Vor í verum. Þar kemur skýrt fram hversu flokkspólitískur dagurinn var í Vestmannaeyjum, líkt og annars staðar, á fyrstu áratugunum og hversu stéttabaráttan var hörð, óvægin og persónuleg. Eitthvað sem við ættum ávallt að reyna að forðast. Í staðinn ættum við að horfa til þess hvað 1. maí táknar. Hann er upphaf maímánaðar sem dregur nafn sitt af rómversku gyðjunni Maja sem er táknmynd æsku, vors og blóma enda víða litið svo á að maí sé fyrsti mánuður sumars.

Getum við ekki hugsað með þakklæti til forvígismannanna sem börðust fyrir bættum kjörum þeirra sem lakar stóðu; getum við ekki þakkað fyrir að sólin er að hækka á lofti og vetur er að baki; getum við ekki glaðst yfir að þessi skelfilega veira er að gefa eftir hérlendis og víðar um heim og að lífið mun vonandi smám saman fara aftur í eðlilegar skorður?

Fyrsti maí stendur fyrir bjartsýni og þrautseigju. Það er ósk mín að krafa dagsins verði samstaða og eining samfélagsins alls, því við erum öll samskipa. Byggjum saman réttlátt þjóðfélag.

 

Ég óska verkafólki til hamingju með daginn.

 

Íris Róbertsdóttir,

bæjarstjóri

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.