Framkvæmdir hafnar við hráefnistanka fyrir loðnuhrognavinnslu

30.Apríl'20 | 11:13
IMG_0638

Jarðvegsvinna er hafin vegna byggingarinnar. Ljósmyndir/TMS

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs voru samþykkt byggingaráform Ísfélags Vestmannaeyja við fiskimjölsverksmiðju félagsins. Um er að ræða viðbyggingu við verksmiðjuna auk nýrra hráefnistanka.

Guðlaugur Friðþórsson, vél-og viðhaldsstjóri hjá Ísfélaginu segir að um sé að ræða fjóra fimmhundruð rúmmetra hráefnistanka sem verða notaðir þegar verið er að landa úr skipum fyrir loðnuhrognavinnslu félagsins.

Rík áhersla lögð á að meðhöndlun hráefnisins sé fyrsta flokks

„Gert er ráð fyrir að með tilkomu þeirra sé hægt að landa hraðar úr skipunum og koma þeim fyrr út til veiða á ný. Það er mikilvægt vegna þess að á hrognavertíðum er tíminn við veiðar afar dýrmætur. Í hönnuninni var lögð rík áhersla á að meðhöndlun hráefnisins sé fyrsta flokks þannig að ferskleikinn haldi sér í öllu vinnsluferlinu. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir árslok og að tankarnir verði teknir í notkun á næsta ári en menn eru bjartsýnir á að þá hefjist loðnuveiðar á ný eftir tveggja ára hlé.” segir Guðlaugur.

Hér má skoða teikningar af stækkuninni og af hráefnistönkunum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.