Umhverfis- og skipulagsráð:

Ekki eining um nýtt deiliskipulag á athafnasvæði við Græðisbraut

- minnihlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins og dregur í efa að það sé hagur sveitarfélagsins að auka byggingarmagn langt umfram þolmörk ákveðins svæðis innan deiliskipulagsins

29.Apríl'20 | 07:46
IMG_5851

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut, var tekið fyrir að nýju á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku.

Lögð var fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta athafnasvæðis AT-1 og miðsvæðis M-1, dags. 8. júlí 2019. Þá var lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi svæðisins dagsett 20. apríl 2020.

Í niðurstöðu ráðsins segir að vegna breyttra forsenda og breytinga á tillögunni leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að fallið verði frá áður auglýstri tillögu dags. 8 júlí 2019. og ný tillaga, dags. 20. apríl 2020, auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Erindið var samþykkt með þremur atkvæðum H- og E-lista, fulltrúar D-lista sátu hjá.


Fulltrúar D-lista bókuðu vegna málsins: Við vísum í fyrri bókanir okkar frá fundum 315 og 317. Drögum enn og aftur í efa að það sé hagur sveitarfélagsins að auka byggingarmagn langt umfram þolmörk ákveðins svæðis innan deiliskipulagsins og sitjum því hjá í þessu máli.

Fulltrúar E- og H-lista bókuðu á einnig um málið. Meirihluti E- og H-lista hlustar á óskir lóðarhafa. Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær standi ekki í vegi fyrir eða hindri að fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti stækkað og útvíkkað sína atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að öll fyrirtæki geti dafnað vel í okkar samfélagi og hafi tök á því að stækka. Mikil þörf er á því að efla uppbyggingu í atvinnulífinu. Með nýju deiliskipulagi er verið að vinna í að þétta byggð eins og gildandi aðalskipulag, sem samþykkt var í maí 2018, gerir ráð fyrir.

Fulltrúar D-lista bóka: Í sumum tilfellum fara óskir lóðarhafa ekki saman við heildarhagsmuni sveitarfélagsins og gera það ekki að mati undirritaðra á ákveðnu svæði innan þessa skipulags. Hér skortir meirihluta H- og E- lista kjark til þess að taka afstöðu til umdeildra mála og ákveða þess í stað að hleypa öllu í gegn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.