Nóg búið að ganga á vegna samgangna við Vestmannaeyjar

- það verður að tryggja áætlun Herjólfs með samningi til lengri tíma segir Ásmundur Friðriksson

27.Apríl'20 | 11:41
asi_fridr_2019

Ásmundur Friðriksson.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir að nú þurfi að gera langtímasamning við Herjólf ohf. um rekstur ferjunnar og tryggja rekstur þess til að halda skipinu úti með 6-7 ferðir í Landeyjar á dag.

Ásmundur segir þetta á facebook-síðu sinni nú í morgun. Tilefnið er viðtal Eyjar.net við Arnar Pétursson, stjórnarformann Herjólfs ohf. þar sem hann segir að í nýrri sviðsmynd eftir kórónuveirufaraldurinn megi búast við hundruða milljóna lækkun á tekjuhlið félagsins og ljóst að ef framlag ríkisins helst óbreytt, séu allar forsendur fyrir óbreyttum rekstri farnar samliða forsendum þeirra samninga sem félagið er með við ríkisvaldið og unnið sé eftir.

Sjá einnig: Búast við 60-80% samdrætti í farþegaflutningum

Nú verður Vegagerðin og Samgönguráðuneytið að koma að samningi við Herjólf ohf. með þeirri áætlun sem ánægja var með 

Ásmundur bendir á í færslu sinni að félagið sé ekki hagnaðardrifið og tekjur þess og ríkisstyrkur til þess ætlaður að skapa góðar og öruggar samgöngur við Vestmannaeyjar. Það eru markmiðin með rekstri heimamanna á Herjólfi. Þau vandamál sem eru að plaga reksturinn snúa að samningi útgerðarinnar og Vegagerðar þar sem mönnun skipsins er meiri og dýrari en samningurinn gerir ráð fyrir auk þess sem skipið er meira siglt á olíu en gert var ráð fyrir í upphafi en þau mál munu leysast.

„Það verður að tryggja áætlun Herjólfs með samningi til lengri tíma og gera félaginu og útgerðinni kleift að halda út tryggum og öruggum samgöngum milli Landeyjarhafnar og Vestmannaeyja. Það er nóg búið að ganga á vegna samgangna við Vestmannaeyjar og nú verður Vegagerðin og Samgönguráðuneytið að koma að samningi við Herjólf ohf. með þeirri áætlun sem ánægja var með og verði næstu árin og tryggi íbúum, ferðaþjónustu, atvinnu, íþrótta- og menningarlífi Eyjanna öryggi sem til var stofnað með byggingu nýrrar ferju og Landeyjarhafnar. Ég vil að við öll stöndum með Arnari Péturssyni, Herjólfi, bæjarstjórn og bæjarbúum í þessu stóra máli.” segir Ásmundur að lokum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).