Skoða að skipta dalnum í minni svæði fyrir þjóðhátíð

26.Apríl'20 | 20:35
aaa

Til skoðunar er að skipta Herjólfsdal upp í minni svæði til að hægt sé að virða fjöldatakmarkanir. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Formaður ÍBV segist ekki vilja bera ábyrgð á því að velja þann helming Vestmannaeyinga sem má fara á þjóðhátíð. Leitað er allra leiða til að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Til skoðunar er að skipta Herjólfsdal upp í minni svæði til að hægt sé að virða fjöldatakmarkanir.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV og á fréttavef RÚV. Sóttvarnalæknir hefur lagt til að samkomur verði takmarkaðar við tvö þúsund manns að hámarki, að minnsta kosti út ágúst. Lögregla áætlar að allt að sjö sinnum fleiri komi saman á þjóðhátíð eða um og yfir 15 þúsund manns.

Þrátt fyrir það er stefnt að því að halda Þjóðhátíð í samráði við almannavarnir. „Hvort það verða fjöldatakmarkanir eða svæðinu skipt upp eða eitthvað slíkt. Það er allt upp á borðinu í því. Við miðum alla okkar vinnu við það að halda hana með óbreyttum hætti. En munum gera breytingar ef til þess kemur,“ segir Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV og formaður þjóðhátíðarnefndar.

Féll niður í fyrri heimsstyrjöldinni

Haft er eftir Þór Vilhjálmssyni, formanni ÍBV að 2000 manna takmark yrði mjög erfitt. Hann segir meirihluta Vestmannaeyinga taka þátt í hátíðinni. „Í þessum bæ erum við 4200. Hvernig eigum við að velja 2000 bæjarbúa inn í dalinn? Ég myndi ekki vilja taka þátt í því,“ segir Þór jafnframt.

Hörður Orri segir aðspurður um hvort hægt verði að tryggja tveggja metra regluna í brekkunni á þjóðhátíð að það sé vel hægt en það fari eftir því hvað það séu margir í henni. „Ekki sé búið að áætla fjölda í brekkuna ef tryggja þarf tveggja metra fjarlægð milli hópa.”

Í 145 ára sögu Þjóðhátíðar hefur hún einu sinni verið blásin af. Í fyrri heimsstyrjöldinni. „Í seinna stríðinu þá var þjóðhátíð haldin. Þá sögðu menn; Þrátt fyrir böl og alheimsstríð þá verður haldin þjóðhátíð.“

Á það við núna? „Við skulum vona það,“ segir Þór.

Nánar má lesa um málið hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-