Vestmannaeyjabær:

Gera skurk í uppbyggingu leikvalla

26.Apríl'20 | 11:14
leiksvaedi_stakko

Leikvöllurinn á Stakkó er mikið notaður. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundarráðs Vestmannaeyja var umræða og kynning á leikvöllum í íbúðahverfum og áætlun um endurbætur og uppbyggingu.

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi leikvelli í íbúðahverfum og áætlun um endurbætur og uppbyggingu. Gott samstarf er við umhverfis- og framkvæmdasvið varðandi málið og unnið eftir aðalskipulagi. Stefnt verður að því að leikvellir verði samtals 15 og þeir staðsettir þannig að einungis verður innan við 10 mínútna gönguleið á milli leikvalla. Samtals 7 leikvellir verða á íbúðasvæðum og 8 á opnum svæðum og við stofnanir bæjarins.

Stefnt að því að fara í endurbætur á tveimur leikvöllum í sumar

Markmiðið sveitarfélagsins er að fara í endurbætur og uppbyggingu á öllum þessum leikvöllum á næstu árum. Þegar er hafin vinna við skólalóðir GRV og Kirkjugerðis. Í sumar verður stefnt að því að fara í endurbætur á tveimur leikvöllum í íbúðarsvæðum (við Dverghamar og Búastaðarbraut) og uppbyggingu á nýjum leikvelli við Illugagötu (norðan megin). Áhersla verður á barnvænt umhverfi með góðu og traustu undirlagi, viðhaldsgóðum leiktækjum, snyrtilegu nærumhverfi þar sem verður hugað að lýsingu, gróðri, hellulögn, bekkjum og ruslafötum. Ráðið þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem framundan er.

Ljóst er að tryggja þarf fjármagn til þessara endurbóta og uppbyggingar á leikvöllum og leggur ráðið til að áfram verði gert ráð fyrir fjármagni til þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2021, segir í bókun fjölskyldu- og tómstundarráðs.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.