Ferðaþjónustan treystir á Þjóðhátíð í sumar

26.Apríl'20 | 17:35
thjodh_bryggja

Gestir Þjóðhátíðar á bryggjunni í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja segir mikið undir Þjóðhátíð og stóru fótboltamótunum sem haldin eru í Eyjum á sumrin. Vestmannaeyjabær ætlar að fara í markaðsátak fyrir tólf milljónir til að laða Íslendinga þangað.

Til stendur að halda TM-mótið og Orkumótið í Vestmannaeyjum í júní. Eftir fjórða maí verður leyfilegt að halda íþróttamót barna á grunnskólastigi án áhorfenda. Sóttvarnarlæknir hefur lagt til að samkomur verði takmarkaðar við tvö þúsund manns að hámarki, að minnsta kosti út ágúst. 

„Við verðum bara sjá og bíða aðeins hvernig sumarið verður. Við dæmum ekkert fyrir fram. Við gefumst ekki upp. Þetta veltur á mótunum og þjóðhátíðinni fyrir okkur í Eyjum,“ segir Berglind Sigmarsdóttir formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins.

Hún segir að það hefði gríðarleg áhrif ef það þyrfti að fresta fótboltamótunum eða þjóðhátíð vegna fjöldatakmarkana. Eru einhver fyrirtæki jafnvel í hættu ef svo fer? „Já, það er engin spurning.“

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum heldur í vonina að hægt verði að halda þjóðhátíð með breyttu sniði. „Sumarið hefur verið okkar toppur og gert mikið fyrir þessi fyrirtæki til að þau geti starfað á ársgrundvelli. Ég vona bara það besta. Við höldum í vonina að við getum gert þessa hluti með einhverjum hætti. Þó að það verði öðruvísi en venjulega,“ segir Íris.

Eins og annars staðar treysta fyrirtæki í Vestmannaeyjum á ferðalög Íslendinga innanlands í sumar.  „Við erum að fara í stórt markaðsátak með ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum. Það kosta 12 milljónir þetta átak,“ segir hún jafnframt.

 

Ruv.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.