Fjölskyldu- og tómstundaráð:
Um 70 fjölskyldur fá fjárhagsaðstoð á ári
25.Apríl'20 | 09:25Yfirfélagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar gerði grein fyrir samantekt um fjárhagsaðstoð ársins 2019 ásamt samanburði við fyrri ár á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni.
Fram kom hjá yfirfélagsráðgjafa að fjöldi þeirra sem hafa þegið fjárhagsaðstoð hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin þrjú ár eða í kringum 70 fjölskyldur á ársgrundvelli.
Heildarupphæð greiddrar fjárhagsaðstoðar hefur einnig lítið breyst. Langflestir fá aðstoð einu sinni til tvisvar á árinu og flestir þeirra sem fá aðstoð eiga við veikindi að stríða og og eru því ekki á vinnumarkaði.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.