Stefnt að því að flytja frístundaver í Hamarsskóla í haust

24.Apríl'20 | 14:19
hamarssk_utan

Hamarsskóli. Ljósmynd/TMS

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar á á miðvikudaginn var, fór fram kynning á fyrirhuguðum flutningi frístundavers úr Þórsheimili í Hamarsskóla.

Í niðurstöðu ráðsins segir að stefnt sé að því að flytja frístundaver úr Þórsheimili í Hamarsskóla í haust. Það mun hafa aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans og aðgang að annarri aðstöðu innan skólans.

Þetta er sú aðstaða sem frístund kemur til með að hafa áfram eftir að viðbyggingu lýkur og því tekin ákvörðun um að taka þetta skref strax í haust. Gera þarf örlitlar breytingar á aðstöðunni og verða þær gerðar í sumar. Kostir við þessa breytingu eru faglegir og rekstrarlegir en aðstaðan er einnig heilt yfir betri en núverandi aðstaða í Þórsheimili.

Fræðsluráð þakkar kynninguna og fagnar því að frístundaver verði staðsett í Hamarsskóla. Slíkt býður uppá mikla möguleika og aukið samstarf milli skóla og frístundavers um skipulag dagsins með þarfir barna að leiðarljósi.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).