Nokkuð færri barnaverndarmál í fyrra miðað við árið á undan

24.Apríl'20 | 07:40
vestm_b_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi Gíslason

Samantekt úr upplýsingum til Barnaverndarstofu fyrir árið 2019 var kynnt á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. 

Yfirfélagsráðgjafi gerði grein fyrir samantekt um barnaverndarmál á árinu 2019 og samanburði við undanfarin ár. Nokkuð færri mál voru til vinnslu á árinu en árið á undan en unnið er að málefnum um 70-80 barna að meðaltali á ári. Langflest stuðningsúrræði barnaverndar eru unnin inni á heimilum barnanna og kemur fram að öflugur stuðningur er veittur í nærumhverfi fjölskyldna í þessum málum.

Þessu tengt: Nokkuð færri barnaverndarmál í fyrra miðað við árin á undan

Sískráning barnaverndarmála 2020

Þá var tekið fyrir á fundinum sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir janúar, febrúar og mars 2020

Í janúar bárust 21 tilkynning vegna 16 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar. Í febrúar bárust 21 tilkynning vegna 16 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar. Í mars bárust 12 tilkynningar vegna 10 barna. Mál allra 10 barnanna voru til frekari meðferðar.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%