Sumardagurinn fyrsti á Hraunbúðum og á HSU

23.Apríl'20 | 18:08
skilti_hraunb

Heimilsfólki á Hraunbúðum var boðið upp á smá gleði og söng í tilefni þess að sumarið er komið og bjartari tíð er framundan. Ljósmynd/TMS

Almenn hátíðarhöld í Vestmannaeyjabæ voru felld niður á sumardaginn fyrsta út af Covid 19 og samkomubanninu. 

Vestmannaeyjabær ákvað engu að síður að bjóða öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilinu og á sjúkradeildinni upp á smá gleði og söng í tilefni þess að sumarið er komið og bjartari tíð er framundan. Var þetta gert í samstarfi við þá aðila sem komu fram og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

Þessi ör-útgáfa af sumardagsskemmtun fór fram fyrir utan glugga matsalar Hraunbúða, á pallinum við austurenda hússins og fyrir utan heilbrigðisstofnunina og var því þrítekin í ljósi aðstæðna, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Dagsskráin var á þá leið að bæjarstjóri ávarpaði fólk með óskum um gleðilegt sumar, séra Viðar Stefánsson flutti hugvekju og Stuðlarnir fluttu nokkur vel valin lög sem minna á sumarið. Félagar úr Skátafélaginu Faxa stóðu heiðursvörð um samkomuna.

Það var ekki annað að sjá og heyra en að íbúar á viðkomandi stöðum hafi fagnað dagskránni.

Gleðilegt sumar 

Ljósmyndir/vestmannaeyjar.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.