Kæri Eyjamaður

23.Apríl'20 | 11:47
skemmtif_rib_heimakl

Í sumar munu Vestmannaeyjar sækja fram á innanlandsmarkaði. Reiknað er með mikilli aukningu á ferðalögum Íslendinga innanlands. Ljósmynd/TMS

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja fagna sumri þrátt fyrir mjög sérstakar aðstæður og frekar óljóst og dapurlegt útlit hvað varðar straum ferðamanna til landsins og Vestmannaeyja.

Síðasta ár heimsóttu Ísland um 2,3 milljónir ferðamanna, það liggur fyrir að algjört hrun verði í þessum hópi. Vestmannaeyjar hafa ekki dregið nógu stóran hluta þessa hóps erlendra ferðamanna til sín og til stóð að breyta því hefja sókn og vinna 3 ára markaðsáætlun sem miðaði að því að setja Vestmannaeyjar meðal þriggja eftirsóknarverðustu áfangastaða ferðamanna á Íslandi. Gera ferðaþjónustuna að sterkari stoð í atvinnulífi Eyjamanna. Öll vinna Ferðamálasaamtakana miðar að því. Það er ljóst að breyta þarf aðeins um stefnu þetta sumar.

Í sumar munum Vestmannaeyjar sækja fram á innanlandsmarkaði. Reiknað er með mikilli aukningu á ferðalögum Íslendinga innanlands. Við ætlum okkur skerf af þeirri köku. Bæjaryfirvöld hafa fylgst vel með vinnu Ferðamálasamtakanna og sýnt verkefninu bæði áhuga og skilning og samþykkt myndarlegt framlag til markaðsátaksins. Takk fyrir það!

Ágæti bæjarbúi, um leið og við þökkum þinn skilning á stöðunni sem komið hefur fram t.d. undanfarið í viðskiptum við heimsendingarþjónustu veitingastaða á þessum erfiðu tímum, óskum við eftir aðstoð þinni við markaðsátak! Í nútímanum rekur hver einstaklingur í raun fjölmiðil á samfélagsmiðlum. Við viljum hvetja Vestmannaeyinga til þess að taka þátt í átakinu með okkur með því að deila og vekja athygli á því markaðsefni sem sett verður fram af Ferðamálasamtökunum. Í þessu felist gríðarlegur stuðningur.

Við erum þekkt fyrir dug og samtakamátt. Sýnum hann í sumar og verjum í sameiningu störf þeirra 300 einstaklinga sem starfað hafa við ferðaþjónustu síðastliðin sumur.

Með jákvæðni og bjartsýni í farteskinu og trú á Vestmannaeyjum!

Gleðilegt sumar

 

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja  

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).