Ráðuneytið fylgir því eftir að bæta stöðu færanlegs og staðbundins varaafls í Eyjum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti mun fylgja eftir gagnvart Landsneti að bæta stöðu færanlegs og staðbundins varaafls í Eyjum eins og áætlanir Landsnet segja til um

22.Apríl'20 | 10:54
eyjar_kvold_gig

Ljósin í bænum. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var varaafl í Vestmannaeyjum til umfjöllunar. 

Bæjarstjóri gerði grein fyrir svarbréfi sem henni barst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við bréfi bæjarstjóra um nauðsyn á úrbótum á varaafli í Vestmannaeyjum.

Þar kom m.a. fram að úrbóta er þörf ef ekki eigi að skapast hætta á verulegu efnahagslegu tjóni komi til óveðurs eða annarra aðstæðna þar sem þörf er á varaafli og nokkrar aðgerðir reifaðar.

Í svarbréfi ráðherra er bent á að sumar af umræddum aðgerðum séu komnar í vinnslu að frumkvæði ráðuneytisins, þ.e. um aðkomu Landsnets að lausn málsins og að stofnunin flýti áformum sínum um að koma Vestmannaeyjum í svokallaða N-1 afhendingu á raforku með VME4. Jafnframt kemur fram í bréfi ráðherra að ráðuneytið muni fylgja eftir gagnvart Landsneti að bæta stöðu færanlegs og staðbundins varaafls í Eyjum eins og áætlanir Landsnet segja til um. Þá er Vestmannaeyjabæ bent á það að það er ekkert því til fyrirstöðu að bæjarfélagið eigi frumkvæði að tvíhliða samtali við Landsnet um uppbyggingu á varaafli í Vestmannaeyjum.

Í niðurstöðu ráðsins segir að bæjarráð þakki ráðherra svörin og felur bæjarstjóra að kynna helstu hagsmunaaðilum málið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.