Ráðuneytið fylgir því eftir að bæta stöðu færanlegs og staðbundins varaafls í Eyjum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti mun fylgja eftir gagnvart Landsneti að bæta stöðu færanlegs og staðbundins varaafls í Eyjum eins og áætlanir Landsnet segja til um

22.Apríl'20 | 10:54
eyjar_kvold_gig

Ljósin í bænum. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var varaafl í Vestmannaeyjum til umfjöllunar. 

Bæjarstjóri gerði grein fyrir svarbréfi sem henni barst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við bréfi bæjarstjóra um nauðsyn á úrbótum á varaafli í Vestmannaeyjum.

Þar kom m.a. fram að úrbóta er þörf ef ekki eigi að skapast hætta á verulegu efnahagslegu tjóni komi til óveðurs eða annarra aðstæðna þar sem þörf er á varaafli og nokkrar aðgerðir reifaðar.

Í svarbréfi ráðherra er bent á að sumar af umræddum aðgerðum séu komnar í vinnslu að frumkvæði ráðuneytisins, þ.e. um aðkomu Landsnets að lausn málsins og að stofnunin flýti áformum sínum um að koma Vestmannaeyjum í svokallaða N-1 afhendingu á raforku með VME4. Jafnframt kemur fram í bréfi ráðherra að ráðuneytið muni fylgja eftir gagnvart Landsneti að bæta stöðu færanlegs og staðbundins varaafls í Eyjum eins og áætlanir Landsnet segja til um. Þá er Vestmannaeyjabæ bent á það að það er ekkert því til fyrirstöðu að bæjarfélagið eigi frumkvæði að tvíhliða samtali við Landsnet um uppbyggingu á varaafli í Vestmannaeyjum.

Í niðurstöðu ráðsins segir að bæjarráð þakki ráðherra svörin og felur bæjarstjóra að kynna helstu hagsmunaaðilum málið.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).