Ráðast í markaðsátak í ferðaþjónustu

22.Apríl'20 | 09:20
ferdamenn

Ráðast í sérstakt markaðsátak í ferðaþjónustu í ár. Ljósmynd/TMS

Þann 26. mars sl., ákvað bæjarráð að ráðast í sérstakt markaðsátak í ferðaþjónustu í samvinnu við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja og fól bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að hafa milligöngu um slíka samninga við Ferðamálasamtökin. 

Í samráði við Ferðamálasamtökin var ákveðið að leita til auglýsingastofunar Hvíta húsið um hönnun og gerð markaðsátaksins og samningur gerður milli Ferðamálasamtakanna og auglýsingastofunnar. Vestmannaeyjabær hefur gengið frá samningi milli bæjarins og Ferðamálasamtakanna um að leggja verkefninu til 12 milljónir kr. gegn mótframlagi Ferðamálasamtakanna að fjárhæð tæpar 1.350 þús. kr. og alls vinnuframlags f.h. verkkaupa. Vinna Hvíta hússins er þegar hafin og gengur vel, segir í fundargerð bæjarráðs.

Í agreiðslu ráðsins þakkar bæjarráð upplýsingarnar og fagnar því að vinna við gerð markaðsátaksins sé hafin, enda rúmast verkefnið innan fjárhagsáætlunar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.