Fréttatilkynning:

Arnar ráðinn til Smartmedia

20.Apríl'20 | 11:35
arnar

Arnar Jónsson

Arnar Jónsson hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins SmartMedia sem sölustjóri veflausna. Hann er ráðinn inn til að leiða sölu til nýrra viðskiptavina á vaxandi tímum netverslunar. 

Arnar lauk B.A í hagfræði og M.Sc í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands og hefur frá þeim tíma og samhliða starfað hjá Dattaca Labs, Toyota og Íslandsbanka ásamt eigin frumkvöðlaverkefnum.

Arnar segir að hann sé „ mjög spenntur að koma inn núna og vinna hjá Smartmedia og aðstoða fyrirtæki við að setja upp netverslanir og þjónusta núverandi viðskiptavini. Það eru mörg tækifæri til að bæta þjónustu sína á netinu og um leið gera sig sýnilegra á vefnum þar sem umferðin er mikil og eykst stöðugt,“

„Það er frábært að fá Arnar til liðs við okkur og hann á eftir að smellpassa í þetta hlutverk. Það er mikill vöxtur í þessum geira um þessar mundir og hann mun koma til með að styðja við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina ásamt því að bjóða nýja velkomna og vinna með þeim,” segir Hjörvar Hermannsson, framkvæmdastjóri Smartmedia.

Tags

smartmedia

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.