Fréttatilkynning:

Arnar ráðinn til Smartmedia

20.Apríl'20 | 11:35
arnar

Arnar Jónsson

Arnar Jónsson hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins SmartMedia sem sölustjóri veflausna. Hann er ráðinn inn til að leiða sölu til nýrra viðskiptavina á vaxandi tímum netverslunar. 

Arnar lauk B.A í hagfræði og M.Sc í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands og hefur frá þeim tíma og samhliða starfað hjá Dattaca Labs, Toyota og Íslandsbanka ásamt eigin frumkvöðlaverkefnum.

Arnar segir að hann sé „ mjög spenntur að koma inn núna og vinna hjá Smartmedia og aðstoða fyrirtæki við að setja upp netverslanir og þjónusta núverandi viðskiptavini. Það eru mörg tækifæri til að bæta þjónustu sína á netinu og um leið gera sig sýnilegra á vefnum þar sem umferðin er mikil og eykst stöðugt,“

„Það er frábært að fá Arnar til liðs við okkur og hann á eftir að smellpassa í þetta hlutverk. Það er mikill vöxtur í þessum geira um þessar mundir og hann mun koma til með að styðja við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina ásamt því að bjóða nýja velkomna og vinna með þeim,” segir Hjörvar Hermannsson, framkvæmdastjóri Smartmedia.

Tags

smartmedia

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).