Segir að ummælin hafi verið oftúlkuð

19.Apríl'20 | 19:53
sigurgeir_br

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að orð hans úr viðtali við Sprengisand á Bylgj­unni hafi verið oftúlkuð.

Í viðtal­inu var Sig­ur­geir spurður hvort hann færi sömu leið og fimm út­gerðarfé­lög, sem ákveðið hafa að draga til baka skaðabóta­kröfu sína á hend­ur rík­inu vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta árin 2011-2014. Svaraði hann því neit­andi.

Sig­ur­geir segir hins veg­ar að þar með sé ekki sagt að fé­lagið hafi tekið ákvörðun um að halda kröf­unni til streitu. „Stjórn­in [Vinnslu­stöðvar­inn­ar] fundaði á föstu­dag um málið. Menn ákváðu að gefa sér tíma í þetta enda ekk­ert sem hleyp­ur frá okk­ur,“ seg­ir Sig­ur­geir í samtali við mbl.is. Eitt eða tvö ár geti liðið þar til dóm­ur fell­ur, ef tek­in er ákvörðun um að halda því áfram. 

Enn hafi sum­sé ekki verið tek­in ákvörðun um hvort Vinnslu­stöðin falli frá skaðabóta­kröfu á hend­ur rík­inu.

Sjá einnig: Vinnslustöðin heldur skaðabótakröfu sinni til streitu

Hæstirétt­ur hef­ur þegar viður­kennt bóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins vegna út­hlut­un­ar kvót­ans, sem ekki er tal­in hafa verið sam­kvæmt lög­um. Vinnslu­stöðin ger­ir kröfu um rúm­an millj­arð króna, sem hún seg­ir tjón sitt af lög­brot­inu, en það kem­ur í hlut dómskvaddra mats­manna að skera úr um tjónið.

Aðspurður seg­ir Sig­ur­geir að hann hafi skiln­ing á sjón­ar­miðum þeirra fimm út­gerða sem þegar hafa fellt niður skaðabóta­kröf­ur sín­ar. Sömu­leiðis skilji hann þá sem séu sár­ir og reiðir út í fé­lag hans vegna bóta­kröf­unn­ar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-