Hyggst kæra skipunarferli Dómsmálaráðuneytis

18.Apríl'20 | 11:50
stjornsysl_litil

Aðsetur Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Þann 26. mars síðastliðinn var greint frá því að dómsmálaráðherra hefði skipað Arndísi Soffíu Sigurðardóttur sýslumann í Vestmannaeyjum, frá og með 1. apríl sl.  

Fjórir aðrir umsækjendur voru um stöðuna, allt konur. Var þeim veitt tækifæri á að kalla eftir rökstuðningi dómsmálaráðuneytisins fyrir ráðningunni. 
 
Ragnheiður Jónsdóttir, var einn af umsækjendum um stöðuna. Hún fór fram á rökstuðning ráðuneytins, þann 27. mars, strax degi eftir að tilkynnt var um ráðninguna. Samkvæmt 21. gr stjórnsýslulaga hefur stjórnvald, í þessu tilviki dómsmálaráðuneytið 14 daga til þess að skila rökstuðningi, en orðrétt segir í 3. mgr. 21. gr: stjórnsýslulaga: „Beiðni um rökstuðning fyrir ákvörðun skal bera fram innan 14 daga frá því að aðila var tilkynnt ákvörðunin og skal stjórnvald svara henni innan 14 daga frá því að hún barst.”
 

Það tók dómsmálaráðuneytið 21 dag að skila rökstuðningi, en hann barst Ragnheiði í gær, 17. apríl.  Ragnheiður segir í samtali við Eyjar.net að þar með hafi ráðuneytið brotið lögbundinn tímafrest sem það hafði skv. 21. gr. stjórnsýslulaga til þess að skila rökstuðningnum. Afsökunarástæður ráðuneytisins, fyrir að rökstuðningurinn barst ekki fyrr var að föstudagurinn langi hafi fallið innan frestsins. „Ekkert i stjórnsýslulögum gerir hins vegar ráð fyrir að fresturinn lengist vegna hátíðis- og stórhátíðisdaga. Og jafnvel þó páskahátíðinni allri frá skírdegi að telja væri haldið utan frestsins, segir Ragnheiður, skilaði ráðuneytið ekki rökstuðningnum innan 14 daga, eins og 21. gr. stjórnsýslulaga mælir fyrir um og braut ráðuneytið því lögin.”

Ragnheiður segist hafa ýmislegt við skipunarferlið í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum að athuga, en ofangreint sé aðeins lítill hluti þess. T.a.m. hafi allt ráðningarferlið dregist von úr viti, en hafi síðan verið keyrt áfram með miklum hraða undir lokin. Umsækjendum var aðeins veittur 4 daga frestur til að andmæla, þegar drög hæfnisnefndar um hvern nefndin mat hæfastan lá fyrir. Beiðni Ragnheiðar um framlengdan frest í 1 viku var hafnað. 

Hún segir það að geta lagt fram andmæli og fengið rökstuðning við ákvörðunum stjórnvalda mikilvæg mannréttindi og sér sýnist með ýmsum hætti vera farið að slaka á, í þeim efnum á kostnað einstaklinga, í þjóðfélaginu, í dag.

Ragnheiður staðfestir að fyrst í stað ætli hún að kæra skipunarferlið til umboðsmanns Alþingis og útilokar ekki málssókn að því loknu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).